Hafsjór af hugmyndum

Kampi ehf er þátttakandi í nýsköpunarkeppninni "Hafsjór af hugmyndum" sem Sjávarútvegsklasi Vestfjarða stendur fyrir og heldur Vestfjarðarstofa utan um verkefnið fyrir hönd Sjávarútvegsklasans.

 

Hafsjór af hugmyndum er nýsköpunarkeppni auk styrkja til verkefna nema á háskólastigi.  Markmiðið er m.a að auka og hvetja til nýsköpunar, skapa ný og eftirsóknarverð störf í sjávarútvegi eða tengdum greinum á Vestfjörðum og auka virði og framlegð úr því hráefni sem berst á land á Vestfjörðum  sem og ónýttum auðlindum.

 

Rækjuvinnsla er tæknilega mjög krefjandi og hefur Kampi leitast við að innleiða nýjustu tækni í vinnsluferlinu jafnóðum og við framleiðsluna eru gerðar miklar kröfur til hreinlætis og krefst vinnsluferlið mjög agaðra vinnubragða.   Úr rækjuskelinni framleiðir Kampi hágæða rækjumjöl og þar sem rækjuskel er mjög auðug af næringarefnum og litarefnum er ein af framtíðarsýnum Kampa til dæmis að nýta enn betur þessar aukaafurðir og gera þær verðmætari.

 

Það er því fjöldi tækifæra á sviði líftækni, sjálfbærni og sjálfvirkni í rækjuvinnslunni sem falla vel að hugmyndum verkefnisins Hafsjór af hugmyndum.

 

Í þessu myndbandi er hægt að kynnast starfsemi Kampa https://www.youtube.com/watch?v=Ds_-KZugbCM

 

Hér er svo hægt að kynna sér nýsköpunarkeppnina og háskólaverkefnin nánar: https://www.vestfirdir.is/is/verkefni/hafsjor-af-hugmyndum

 

 

 

 KAMPI EHF.

Kampi ehf.
Sindragötu 1
400 Ísafjörður
Sími: 450 4000
Fax: 450 4019Öll réttindi áskilin © Kampi ehf. Sindragötu 1 | 400 Ísafjörður | S: 450 4000 | F: 450 4019 | Hönnun, vefsmíði, forritun: Styx ehf. /M-How