Tillaga Hafró um innfjarðarækjuveiðar

Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til að heimilt verði að veiða 568 tonn af innfjarðarrækju í Ísafjarðardjúpi og 197 tonn í Arnarfirði á vertíðinni 2019 - 2020 og byggir tillagan á niðurstöðum rannsóknar á ástandi þessara stofna sem fór fram 1. - 11. október sl.

 

Samkvæmt niðurstöðum Hafró var stofnvísitala rækju í Ísafjarðardjúpi undir meðallagi en yfir skilgreindum varúðarmörkum og var útbreiðsla rækjunnar að miklu leyti takmörkuð við svæðið innst í Ísafjarðardjúpi.  Stofnvísitala rækju í Arnarfirði var sömuleiðis undir meðallagi en yfir skilgreindum varúðarmörkum og hún var einnig smærri en undanfarin ár.  Þá var mikið af þorsk- og ýsuseiðum í Arnarfirði.

 

Líklegt verður að teljast að Sjávarútvegsráðuneytið fari eftir tillögum Hafró og gefi út veiðiheimildir í takt við þær.KAMPI EHF.

Kampi ehf.
Sindragötu 1
400 Ísafjörður
Sími: 450 4000
Fax: 450 4019Öll réttindi áskilin © Kampi ehf. Sindragötu 1 | 400 Ísafjörður | S: 450 4000 | F: 450 4019 | Hönnun, vefsmíði, forritun: Styx ehf. /M-How