Vinnsla Kampa á rækju af Íslandsmiðum kvótaárið 2018-2019

Á því kvótaári sem lauk þann 31. ágúst sl. voru veidd samtals 1.536 tonn af úthafs- og innfjarðarrækju við Ísland.  Af þessum 1.536 tonnum komu tæp 48% til vinnslu hjá Kampa og voru 60% af því úthafsrækja og 40% innfjarðarrækja en innfjarðarrækjan var veidd í Ísafjarðardjúpi og í Arnarfirði.

 

Þau skip og bátar sem lögðu upp hjá Kampa á síðasta kvótaári voru Ísborg ÍS, Vestri BA, Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS og Klakkur ÍS sem stunduðu úthafsrækjuveiðar og Halldór Sigurðsson ÍS, Jón Hákon BA, Valur ÍS, Páll Helgi ÍS, Gunnvör ÍS, Aldan ÍS, Ásdís ÍS og Egill ÍS sem voru á innfjarðarrækju.KAMPI EHF.

Kampi ehf.
Sindragötu 1
400 Ísafjörður
Sími: 450 4000
Fax: 450 4019Öll réttindi áskilin © Kampi ehf. Sindragötu 1 | 400 Ísafjörður | S: 450 4000 | F: 450 4019 | Hönnun, vefsmíði, forritun: Styx ehf. /M-How