Klakkur ÍS 903

Fyrr í vikunni kom togarinn Klakkur ÍS 903 til hafnar á Ísafirði og landaði rækju í fyrsta sinn til vinnslu hjá Kampa.  Klakkur var smíðaður í Gdynia í Póllandi árið 1977 fyrir útgerðarfélagið Klakk hf í Vestmannaeyjum og hét þá Klakkur VE 103.   Árið 1992 var hann seldur til Hraðfrystihús Grundarfjarðar hf og hét þá Klakkur SH 510.  Árið 1996 sameinuðust Hraðfrystihús Grundarfjarðar og FISK Seafood á Sauðárkróki undir nafni FISK og árið 2011 var skipið skráð sem Klakkur SK 5 með heimahöfn á Sauðárkróki. 

 

Sumarið 2018 var skipið síðan selt til útgerðarfélagsins Sólberg ehf á Ísafirði og fékk þá nafnið Ísborg II ÍS 260 en var aldrei gert út undir því nafni heldur selt til útgerðarfélagsins Tjaldtanga ehf nú í vetur og fékk hann þá aftur nafnið Klakkur með skráningarnúmerinu ÍS 903 og með heimahöfn á Ísafirði.  Skipið verður gert út á úthafsrækjuveiðar og kom eins og áður segir úr sinni fyrstu veiðiferð á rækju fyrr í vikunni.

 

Tjaldtangi ehf gerir einnig út rækjubátinn Halldór Sigurðsson ÍS 14 á innfjarðarrækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi.KAMPI EHF.

Kampi ehf.
Sindragötu 1
400 Ísafjörður
Sími: 450 4000
Fax: 450 4019Öll réttindi áskilin © Kampi ehf. Sindragötu 1 | 400 Ísafjörður | S: 450 4000 | F: 450 4019 | Hönnun, vefsmíði, forritun: Styx ehf. /M-How