Veiðar ganga vel

Þegar þetta er ritað er búið að veiða um 72% af þeim afla sem leyft er að veiða af rækju í Ísafjarðardjúpi á þessari vertíð, eða 525 tonn af 730 tonnum.  Veiðar hófust í lok nóvember og hafa gengið vel en þó sérstaklega núna í janúar.  Í þeim mánuði veiddust 272 tonn, eða 37% kvótans, sem helgast af góðri veiði í utanverðu Djúpinu og ekki síður vegna óvenju góðs tíðarfars þar sem varla datt úr veiðidagur vegna veðurs eins og oft vill annars verða á þessum árstíma.

 

Eins og áður hefur komið fram eru það 8 bátar sem stunda veiðar á þessari vertíð og nú þegar er helmingur þeirra báta annaðhvort búinn eða við það að verða búnir með sinn kvóta.

 

Til stendur að fara í frekari rannsóknir í Djúpinu á vegum Hafró í þessari viku og eftir það kemur í ljós hvort aukið verður við kvótann á yfirstandandi vertíð eða ekki.KAMPI EHF.

Kampi ehf.
Sindragötu 1
400 Ísafjörður
Sími: 450 4000
Fax: 450 4019Öll réttindi áskilin © Kampi ehf. Sindragötu 1 | 400 Ísafjörður | S: 450 4000 | F: 450 4019 | Hönnun, vefsmíði, forritun: Styx ehf. /M-How