Kampi og Aldrei fór ég suður

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður sem haldin hefur verið um páskana á Ísafirði árlega síðan árið 2004 verður að þessu sinni haldin í húsnæði (skemmu) í eigu Kampa ehf sem reist var á síðasta ári.  Þetta var tilkynnt formlega í dag.  Skemman stendur við Ásgeirsgötu og er áföst við frystigeymslu Kampa sem stendur við Suðurgötu.

 

Kampi ehf hefur styrkt hátíðina á ýmsan hátt undanfarin ár og leggur núna fram þetta húsnæði til að hýsa tónleikana.  Frá árinu 2009 hafa þeir verið haldnir í húsnæði á Grænagarði en fyrirsvarsmenn Aldrei fór ég suður hafa verið að leita að heppilegri staðsetningu að undanförnu þar sem vilji þeirra hefur verið sá að koma tónleiknunum aftur niður á Eyrina eins og var fyrstu ár hátíðarinnar.

 

Er það von forsvarsmanna Kampa ehf að húsnæðið reynist sem best fyrir tónleikahaldið og að hátíðin gangi vel í ár eins og alltaf áður.KAMPI EHF.

Kampi ehf.
Sindragötu 1
400 Ísafjörður
Sími: 450 4000
Fax: 450 4019Öll réttindi áskilin © Kampi ehf. Sindragötu 1 | 400 Ísafjörður | S: 450 4000 | F: 450 4019 | Hönnun, vefsmíði, forritun: Styx ehf. /M-How